Shared Flashcard Set

Details

Jarðfræði lokapróf
glósur fyrir lokapróf
110
Science
Undergraduate 1
05/01/2015

Additional Science Flashcards

 


 

Cards

Term
Vísindi
Definition
Kerfisbundin aðferð til að afla fróðleiks og öðlast skilning á heiminum
Term
Vísindalegar aðferðir
Definition
Gögnum safnað > Leitað nýrra tengsla > Tilgáta sett fram > Ályktanir dregnar af tilgátunum > tilraunir og prófanir > Kenning > Áður óútskýrð fyrirbæri útskýrð með kenninguni.
Term
Jarðvísindi
Definition
nefnast einu nafni þær vísindagreinar sem að fjalla um hinn lífvana hluta jarðarinnar og nátturuöflin sem móta jarðskorpuna, þeim er skipt í nokkra flokka.
Term
A) Veðurfræði
Definition
Fjallar um lofthjúp jarðar.
Term
B) Haffræði
Definition
Fjallar um hafið og skiptist í hafeðlisfræði og hafefnafræði
Term
C) Jarðfræði
Definition
Fjallar um hinn lífvana hlut jarðarinnar
Term
D) Jarðefnafræði
Definition
Fjallar um efnasamsetningu bergs, vatns og lofts og hringrás efna í náttúrunni, skiptist í steindafræði og bergfræði
Term
E) Jarðeðlisfræði
Definition
notar aðferðir eðlisfræðarinnar við rannsóknir á jörðinni allt frá miðju hennar til ystumarka lofthjúpsins. kemur að miklum notum við leit á ýmsum jarðefnum s.s olíu
Term
Almenn jarðfræði
Definition
fjallar um og reynir að útskýra það sem er að gerast á jörðinni um þessar mundir.
Term
Jarðsaga
Definition
Fjallar um sögu jarðarinnar og þær breytingar sem orðið hafa á henni frá upphafi, en þær eru að stórum hluta skráðar í jarðlög og þá oft í nánu samhengi við þróun lífvera
Term
Hagnýtar rannsóknir
Definition
1. Jarðefnaleit og námajarðfræði
2. Mannvikja jarðfræði
3. jarðhitaransóknir
Term
Hvað sjást margar stjörnur með berum augum?
Definition
u.þ.b 3000, margfaldað þetta ef horft er í sjónauka
Term
Fastastjörnur
Definition
lýsandi stjarna sem sendir frá sér orku, hitinn verður til (orka) verður til við kjarnasamruna sem geislar út frá sólinni
Term
Tunglið
Definition
varð líklega til við árekstur jarðarinnar við annan hnött
Term
Minnkandi tungl
Definition
þekkt með ýminduðum legg sem að myndar með tunglinu d=dvínandi tungl
Term
Stækkandi tungl
Definition
þekkt mep ýminduðum legg sem með tunglini myndar b=Bætandi
Term
Gerð heimsins okkar
Definition
Þyrping vetrabrauta > Vetrarbrautin > nálægar sólir > Sólkerfið
>jörð og tungl
Term
ljósár
Definition
sú vegalengd sem að ljós kemst á einu ári ... 300.000 km á sek = 9.467.000.000.000 km á ári = ljósár
Term
Upphaf alheimsins
Definition
Í upphafi komu öll efni heimsins saman í einum afar þéttum glóandi eldhnetti, skyndilega hefur þessi hnöttur tekið að þenjast hratt út eins og í sprengingu. fyrst var um að ræða afar heitt öreindaský. þegar skýið tók að að þenjast út, kólnaði það og neikvæðar rafeindir tóku að sveima umhverfis jákvætt hlaðnar róteindir og frumefnið vetni varð til og síðar helíum. flj
otlega eftir myndun vetnis varð heimurinn gagnsær
Term
upphaf alheims part 2
Definition
eftir að útþensla alheimsins hófst varð til heitt kekkjótt vetnis og helíum gas sem kólnaði við útþennsluna. vegna þyngdarkrafta dróst efnið í kjekkjunum saman og myndaði vetrabrautir og stjörnur en það er þekkt staðreynd að stjörnur verða til þegar að efni í geimnum þéttist fyrir áhrif eigin þyngdarkrafta.
Term
frumefni
Definition
107 mismunandi eru til. einfaldasta og algengasta í alheiminum er vetni með eina rafeind og eina róteind
Term
Reikisstjarna
Definition
Dimmir kaldir hnettir sem snúast um sjálfa sig og eru á sporbaug umhverfis sólir, sjást vegna endurvarps ljóss frá sólu
Term
Tungl
Definition
Dimmir kaldir hnettir sem eru á sporbaug um reikisstjörnur, sjást vegna endurvarps
Term
Smástirni
Definition
Bergbrot á braut um sólina. eru flest á milli mars og júpíters
Term
Halastjarna
Definition
Ísklumpar og ísmolar yst í sólkerfinu sem villst hafa af braut vegna þyngdarkrafts reikisstjarna og falla í átt að sóli, kjarni fremst og langan hala með stóran sporbaug
Term
Sólkerfi
Definition
Fastastjarna (Sól) ásamt reikisstörnum, tunglum, smástirnum og halastjörnum
Term
Vetrarbraut
Definition
þyrping fastastjarna og geimskýja sem snýst um sjálfa sig
Term
röð reikisstjarnanna
Definition
Frá sólu: Merkúr > Venus > Jörðin > mars- úr bergi
svo koma gasrisarnir > júpíter > Satrúnus > Úranus > Neptúnus
Term
Jörðin
Definition
Jarðskorpan er þunn ( 10 - 70 km ) flýtur undir deigu undirlagi í möttli jarðar. Skorpan skiptist heillega í fleka. Hafið þekur um 71 % af yfirborði jarðar.fljótandi vatn hefur ekki fundist á yfirborði annara reikistjörnu
Term
upphaf sólkerfisins
Definition
Talið er að sólkerfið okkar hafi orðið til úr risavöxnu gas- og rykskýi fyrir um 4,6 milljörðum ára. Líklegt er að þetta gasský hafi verið nokkur ljósár í þvermál og alið af sér nokkrar stjörnur. Því má leiða líkum að því að einhvers staðar í vetrarbrautinni okkar séu systursólir sólarinnar okkar á sveimi.

Gas- og rykský sambærileg því sem myndaði sólkerfið okkar er að finna á víð og dreif um þyrilarma vetrarbrautinnar. Einna frægast er Sverðþokan í Óríon en á myndum Hubblessjónaukans sjást stjörnur í fæðingu og rykský í kringum þær. Uppruni efnisins í þessum gas- og rykskýum má rekja til sprengistjarna sem framleiða þung frumefni á borð við súrefni og járn sem reikistjörnur á borð við jörðina geta myndast úr.

Sprengistjörnur eiga mikinn þátt í myndun sólkerfisins. Þegar stjarna springur dreifir hún ekki einungis þungum frumefnum um geiminn heldur kemur af stað gríðarlegri höggbylgju. Þegar höggbylgjan rekst á stjörnuþokuna verður röskun á skýinu sem þéttir ákveðin svæði í þokunni. Þar sem skýið er þéttast yfirstígur þyngdarkrafturinn gasþrýstinginn svo samdráttur getur hafist.
Við röskunina hefur gasskýið byrjað að snúast og vegna lögmálsins um varðveislu hverfiþungans snýst það hraðar er skýið dregst saman. Gasið í miðju skýsins hitnar við árekstra atómana og frumstjarna myndast. Í upphafi er frumstjarnan stór gaskúla og í kringum hana aðsópsskífa. Eftir um 100 milljón ár eða þegar hitastigið í miðju frumstjörnunnar nær átta milljón gráðum á Kelvín hefst kjarnasamruni. Frumstjarnan er þá orðin sól.
Úr afgangsefninu í kringum sólina nýfæddu mynduðust reikistjörnurnar, fylgitunglin og aðrir smáhnettir. Innst í sólkerfinu var of heitt til þess að léttu frumefnin, gastegundirnar, þéttust í reikistjörnur. Þess vegna eru reikistjörnurnar næst sólu úr bergi og málmum. Utar í sólkerfinu, þar sem hitastigið var lægra, þéttust léttu frumefnin í gasrisana Júpíter og Satúrnus og ísrisana Úranus og Neptúnus.

Smám saman hreinsaði sólvindurinn frá sólinni sólkerfið okkar með því að blása ryki og gasi út úr skífunni. Myndunarferlið var þá á enda en á víð og dreif um sólkerfið var afgangsefni, smástirni og halastjörnur.
Term
Sólmyrkvi
Definition
nefnist það þegar að tunglið skyggir á sólina þannig að myrkur verður um miðjan dag.
Term
tunglmyrkvi
Definition
Verður þegar að skuggi jarðar fellur á tungæið. við það myrkvast tungæið en verður þó ekki al dimmt heldur dökkrautt vegna þess að andrúmsloft jarðar endurvarpar nokkur sólarljósi á yfirborð tunglsins
Term
stórstreymi
Definition
Þegar sólin, tunglið og Jörðin eru um það bil í beinni línu (kallað okstaða), sem gerist við nýtt tungl og fullt tungl, leggjast flóðkraftar sólar og tungls saman. Flóðbungurnar stækka og það verður stórstreymt.
2 sinnum í viku
Term
smástreymi
Definition
Við fyrsta eða þriðja tunglkvartil (þegar tungl er hálft vaxandi eða minnkandi) mynda sólin, tungl og Jörð rétt horn svo flóðkraftar tungls og sólar vega hvor á móti öðrum. Flóðbungan minnkar og við það verður smástreymt. Þetta gerist alltaf viku eftir fullt eða nýtt tungl, því tungl er alltaf hálft viku síðar[5 ][6 ].
2 sinnum í viku
Term
Fólksfjölgun
Definition
einn af 3 megin hlutum sem hafa áhrif á náttúruna.mikil fjölgunn hefur verið á síðustu árum. Fleira fólk þarf meira af auðlindum jarðar til að yppfylla þarfir sínar. Í þróunarlöndunum er mannfjölda sprenging núna og með komu lyfjana hefur dauðatíðni lækkað mikið svo að miklu fleiri fæðast en deyja.
Term
Neysluaukning
Definition
einn af 3 megin hlutum sem hafa áhrif á náttúruna. mannfjölgun er ör er neysluaukning á hvern einstakling mikilu hraðari sem byggir M.A . á ódýrri orku og hráefnum.
Term
Tækni
Definition
einn af 3 megin hlutum sem hafa áhrif á náttúruna.Í dag leyfir tæknin nýtingu á orku- og hráefnisauðlindum sem áður var ekki möguleiki á að notfæra sér
Term
Sjálfbær þróun
Definition
Felur í sér að umgangast náttúruna og auðlindir hennar með þeim hætti að frumþarfir allra jarðarbúa er fullnægð án þess að rýri möguleika komandi kynslóða á að njóta þeirra með sambærilegum hætti
Term
Mannhverf viðhorf
Definition
Einkennist af þeirri afstöðu eða breytni að setja mannlega hagsmuni í öndvegi umfram hagsmuni og velferð umhverfisins eða annara tegunda
Term
lífhverf viðhorf
Definition
Þeir sem að aðhyllast því telja að maðurinn þurfi að taka upp nýja lífsýn +, þar sem að megináhersla er lögð á velferð einstakra tegunda dýra eða jafnvel alls sem lífsanda dregur.
Term
visthverf viðhorf
Definition
leggja áherslu á varðveislu náttúrulegra heilda á borð voð vistkerfi og tegundir
Term
Lofthjúpurinn
Definition
0-10 km hæð- veðrahvolf
10 km - veðrahvörf
10-50km - Heiðahvolf
50-80km- Miðhvolf
80-100+km - Hitahvolf

Í 100 km hæð fara að haldast óbreytt hlutföll niturs (78%) og súrefnis (21%)
Eiginlegt veður nær upp í 10 km hæð. Í 5 km hæð verður vart við vatnsgufu að hámarki 3-4%.
Í veðrahvolfinu lækkar hiti með vaxandi hæð, að meðaltali um 0.65°C/100 m. Þetta veldur mikilli ólgu, þar sem loft sem hlýnar við jörð er stöðugt að leita upp, þar sem það kólnar og sígur niður aftur.
Term
inngeislun
Definition
Inngeislun frá sól
allar bylgjulengdir- m.a. sýnilegar
Term
útgeislun
Definition
Útgeislun frá jörð
- langbylgjur - ósýnilegar
Term
SKOÐA MYNDIR MATE
Definition
RIGHT NOW
Term
Gróðurhúsalofttegundirnar
Definition
Koltvíoxíð (CO2) - veldur um 50% áhrifanna
Metan - veldur um 20% áhrifanna
Hláturgas, vatnsgufa o.fl. sameindir
Term
myndun koltvíoxíðs
Definition
Á síðustu tveimur öldum hefur orðið mikil aukning á losun koltvíoxíðs vegna
notkunar á kolum/olíu og gasi í iðnaði
orkuöflunar með kolum, olíu og gasi
notkunar á samgöngutækjum.
skógarbruna.
Term
Náttúrulegar veðurfars breytingar - sveiflur
Definition
Sveiflur
- Ísaldir 10°C
- Kuldaskeið / hlýskeið 5°C
- Sveiflur á hlýskeiðum 2-3°C

Deilt er um hugsanlega hækkun hitastigs af völdum gróðurhúsaáhrifa
Term
ísaldir
Definition
Ísaldir virðast koma á um 250 milljón ára fresti. Þá lækkar meðalhitastigið líklega um 10 - 15°C. Þær standa í einhverjar milljónir ára. Nú stendur yfir slíkt tímabil en það hófst fyrir um 2 milljónum ára.
Term
kuldaskeið ísaldar
Definition
Á ísöldinni sem nú stendur yfir hafa skipst á kuldaskeið og hlýskeið.
Kuldaskeið hafa staðið í um 100.000 ár og er meðalhiti þá um 5°C lægri en nú. Mikið vatn er þá bundið í jöklum. Ísland var að stærstum hluta hulið jökli sem teygði sig langt út á landgrunnið.
Term
hlýskeið ísaldar
Definition
Hlýskeið hafa staðið skemur eða í um 10.000 ár. Núverandi hlýskeið hófst fyrir um 10.000 árum. Á hlýskeiðum er meðalhiti svipaður og nú en getur sveiflast mikið til (um 2-3°C) .
Term
KYOTO bókunin
Definition
Á fundi í Kyoto í Japan 1997 var rammasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar útfærður nánar. Þar var gerð tillaga um að iðnaðarþjóðum sem eiga megin sök á loftmenguninni yrði úthlutaður losunarkvóti fyrir gróðurhúsalofttegundir í samræmi við mengun þeirra árið 1990. Að jafnaði áttu iðnríkin að draga úr losun sinni um 5.2% til loka viðmiðunartímabilsins á árabilinu 2008-2012. Lagt var til að Íslandi yrði heimilað að auka losun sína um 10% á viðmiðunar-tímabilinu. Þessi aukning stafaði m.a. af því að hér á landi dró úr koltvíoxíðs mengun á árunum fyrir 1990 vegna átaks til að nýta heitt vatn til húshitunar í stað olíu og kola
Term
mesta dýpi hafsins
Definition
u.þ.b. 11 Km
Term
Myndun hafsins
Definition
Allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu er upprunnið við´´afloftun´´jarðar þ.e. að það hafi borist til yfirborðs sem eldfjallagufur en gosgufur eru um 85% vatn
Term
Stærstu höf heims
Definition
Atlantshafið, Kyrrahafið og indlandshaf
Term
selta hafins
Definition
Hafið var í fyrstu ósalt en úrkoma sem fellur á land leysir ýmis efni upp úr berginu eins og salt sem berst svo með ám til sjávar
Seltan er því upprunnin á þurru landi

meðalselta sjávar um 3,5 %
Term
myndun hafstrauma
Definition
Hafstraumar á jörðinni verða til vegna hitamunar og seltumunar í hafinu.
Term
gólfstraumurinn
Definition
Golfstraumurinn er t.d. heitur hafstraumur sem kemur frá Florida og hingað norður fram hjá Íslandi. Hann er heitur og saltur en kólnar á leiðinni norður. Hins vegar helst hið mikla saltmagn og þá verður straumurinn þyngri en kaldi hafstraumurinn frá norðurpólnum.
Þegar þessir tveir hafstraumar mætast sekkur sá salti niður til botns og þannig myndast hálfgert færiband úr vatnsmassa sem flæðir um öll höfin.
Term
Frumorsök innrænu aflanna
Definition
Varmamyndun djúpt í iðrum jarðar stafar af klofnun geislavirkra efna, slík efni hafa óstöðugan kjarna sem sífelt klofnar niður í önnur efni með stöðugan kjarna við það losnar varmaorka sem jörðin þarf að losa sig við
Term
Jarðskorpa
Definition
Ysta lag jarðar, tvær misþykkar gerðir eru af jarðskorpu, meginlandsskorpa 20 - 70 km þykk og hafsbotnsskorpa 6 - 7 km þykk
Term
efni í jarðskorpunni
Definition
að langstærstum hluta gerð úr 8 frumefnum eða 98,5% Þessi frumefni eru: Súrefni, kísill, ál, járnm kalsíum, natríum, kalíum og magnesíum.þessi frumefni mynda Berg
Term
Möttull
Definition
úr mun málmríkari efnasamböndum en jarðskorpan, möttulinn er frá 100km dýpi og niður í 2900km dýpi og þar er inní deighvelið frá 100-200km dýpi
Term
möttulstrókar og heitir reitir
Definition
Öflugir uppstreymisstrókar - möttulstrókar - koma á nokkrum stöðum upp í gegnum möttulinn. Þeir virðast koma af miklu dýpi jafnvel frá mörkum möttuls og kjarna. Yfir þessum möttulstrókum bungar jarðskorpan upp. Þar sem svo háttar er mikil eldvirkni og jarðvarmi og kallast slíkir staðir heitir reitir
Term
Kjarni
Definition
Kjarninn er að mestu úr járni og nikkel.
frá 2900 km dýpi niður á 5100km dýpi
Term
innri kjarni
Definition
Við jarðarmiðju er hitinn um 6.000°C en þar eru frumefnin í föstu formi vegna mikils þrýsting.
Term
Ytri Kjarni
Definition
. Á um 5.100 m dýpi er minni þrýstingur og þar fer bergið að bráðna upp. Í ytri kjarna myndast hringiður og í þeim verða til rafstraumar sem valda segulsviði jarðar.
Term
flekarek
Definition
Alfreð wegener setti fram kenningu, hann hélt því fram að meginlöndin flytu á undirlagi sínu og gætu því flust úr stað. hann taldi að meginlöndin hefðu eitt sinn verið eitt stórt land sem svo rifnaði upp, hann skýrði landið PANGEA
Term
Botnskriðskenning
Definition
Gerir ráð fyrir að hafsbotn myndist á miðhafshryggjum og eyðist við djúpála, hafsbotninn rekur á milli þessara staða og meginlöndin fylgja með
Term
flekskil
Definition
flekar færast frá hvor öðrum <-- -->
Term
flekamót
Definition
Flekar mætast --><-- 3 tegundir
hafsbotn -><-hafsbotn
hafsbotn-><-meginland
meginland-><-meginland
Term
sniðgeng flekamörk (þverbrotabelti)
Definition
Flekar nudda saman hliðum án þess að mikil eyðilegging eða nýmyndun eigi sér stað
Term
flekarek viðurkennd kenning
Definition
Í dag er sú kenning viðurkennd að yfirborð jarðar skiptist upp í 6 stóra fleka og nokkra minni. Þeir fljóta á deig-hvelinu.
Innrænu öflin birtast okkur fyrst og fremst á mörkum þessara fleka.
Kraftarnir sem koma þessu af stað er klofnun geislavirkra efna í möttlinum.
Term
einkenni heitra reita
Definition
1. Mikil eldvirkni og jarðvarmi.
2. Yfirborð jarðar bungar upp. Þetta bendir til þess að undir leynist mikið af heitu og útþöndu efni.
3. Efnasamsetning kvikunnar er sérstæð m.a. hvað varðar magn léttmálma.
Term
Landslag hafbotnsins-landgrunnið
Definition
Stallur eða þrep á 0-300 m dýpi.
Þekur um 8% af hafsbotninum. Ýmist grafið inn í
meginlöndin eða byggst upp út frá þeim.
Term
landslag hafbotnsins- landgrunnshlíðar
Definition
. Aflíðandi brekka niður að
djúpsjávarsléttunum. þekja um 11% af hafs-
botninum.
Term
landslag hafbotnsins-djúpsjávarsléttur
Definition
. Þekja um 81% af hafs-
botninum. Upp úr henni rísa miðhafshryggir
(flekaskil). Á jöðrum þeirra finnast oft djúpir álar
(flekamót).
Term
möttulstrókurinn undir íslandi
Definition
Fyrir um 100 milljón árum ,,kviknaði” möttulstrókur djúpt niðri í möttlinum en á þessum tíma mynduðu N-Ameríka og Evrópa eitt samfellt meginland.
Möttulstrókurinn olli því að öllum líkindum að þetta stóra meginland klofnaði og N-Atlandshafið byrjaði að myndast og hefur alla tíð síðan verið að breikka um 2 cm á ári.
Þá er þessi möttulstrókur forsenda þess að Ísland er ofansjávar því yfirborð jarðar bungast upp yfir möttulstrókStöðug gliðnun og mikil kvikuframleiðsla veldur því að mikill neðansjávar-hryggur hefur orðið til milli Grænlands og Bretlandseyja
Term
eldstöðvakerfi bygging
Definition
Eldstöðvakerfi er byggt upp af:
- sprungurein – gos á löngum sprungum
- megineldstöð – fjall myndast við síendurtekin gos.

Undir megineldstöð myndast kvikuhólf á nokkurra km dýpi sem kvikan stöðvast í um tíma áður en hún berst upp á yfirborð. Þá eru yfirleitt háhitasvæði í megineldstöðvum.
Term
sprungurein
Definition
Sprungurein einkennist m.a. af sprungum, siggengjum, sigdölum og eldgosum á löngum sprungum.
Sprungurein getur orðið allt að 100 km að lengd.
Term
eldstöðva kertfi
Definition
er sprungu rein með gossprungum, siggengjum og sigdölum og oftast með megineldstöð um miðbikið, sem þiggur kviki frá sömu kvikuuppsprettu.
Term
1. möguleiki fyrir hendi þegar kvika í eldstöðvakerfi berst frá kvikuuppsprettu í átt að yfirborðinu
Definition
Kvikan getur leitað út í sprungureinina oft langar leiðir. þar getur hún storknað neðanjarðar og / eða borist upp á yfirborð í eldgosi á sprungu.
Term
2.möguleiki fyrir hendi þegar kvika í eldstöðvakerfi berst frá kvikuuppsprettu í átt að yfirborðinu
Definition
Kvikan streymir út í sprungureinina úr kvikuhólfinu eftir að hún hefur verið þar í einhvern tíma og efnasamsetningin hennar breyst. þar eru sömu möguleikar og í nr. 1 (storkni eða sprungugos).
Term
3.möguleiki fyrir hendi þegar kvika í eldstöðvakerfi berst frá kvikuuppsprettu í átt að yfirborðinu
Definition
Kvikan safnast fyrir í kvikuhólfi undir megin eldstöð þar sem efnasamsetning kvikunnar breytist. Kvikuhólfið getur síðan tæmst í stórgosi í fyllingu tímans.
Term
askja
Definition
getur myndast í kjölfar mikils sprengigoss þar sem þakið yfir kvikuhólfinu brestur og hringlagalandsig verður í megineldstöðinni.
Term
dyngjur
Definition
Flatir hraunskildir myndaðir úr þunnfljótandi kviku með lágu hlutfalli af efnasambandinu SiO2 (basísk kvika). Talið er að þær myndist í einu stóru gosi.
Term
Móbergsstapar
Definition
Þegar eldos verða undir jökli hlaðast gosefnin upp í skoru eða geil sem gosið bræðir upp í gegnum jökulinn, sprungan fyllist og hraungos byrjar, fjöllin sem myndast við þetta eru með hraunhatti og kallast móbergsstapar.
Term
Snorri sturluson og heitavatnið
Definition
á 13.öld leiddi snorri sturluson 120 m og notaði í laug hjá sér, mögulega hitaði hann einnig upp húsið sitt með vatninu.
Term
hvernig losar jörðin sig við hita
Definition
A) varmaleiðni en jörðin leiðir varma illa svo einungis er hægt að losna við lítinn hluta hitans

B) varmastreymivÞað gerist með tvennum hætti.
Heit kvika berst upp á yfirborð í eldgosum.
Vatn sem berst ofan í berggrunninn hitnar. Við það leitar það (léttist) aftur upp á yfirborð þar sem það kólnar
Term
uppruni jarðvarmans
Definition
úrkomu vatn sígur djúpt niður í jarðveginn og hitnar við snetingu á heitu berginu, þar sem að heitt vatn er léttara en kalt leitar það upp ef að það finnur leiðir til þess.
Term
Jarðvarma svæði- Háhita
Definition
. Háhitasvæði tengjast megineldstöðvum og eru innan gosbeltanna. Hiti vatnsins á þeim er yfir 200°C ofan 1.000 m dýpis. verða til þegar vatn kemur í snertingu við kólnandi kviku langt ofan í berggrunninum
Term
Jarðvarma svæði - Lághita
Definition
Lághitasvæði sem eru utan gosbeltanna, tengjast háum hitastigul í berggrunninum. Hiti þeirra er yfirleitt innan við 150°C á 1.000 m dýpi.
Term
Varmaorka
Definition
hún er vegna stöðugra klofnuna geislavirkra efna
Term
notkun varmaorkunar
Definition
A) heitt vatn notað til upphitunar
B) gufuþrýstingurinn notaður til þess að framleiða rafmagn
Term
Hitastigull
Definition
lýsir því hvernig hitastigið í berginu vex með auknu dýpi
Term
Steind
Definition
Steind er skilgreind sem kristallað frumefni eða efnasam-band sem finnst sjálfstætt í náttúrunni og er myndað á náttúrulega hátt.

Samkvæmt þessari skilgreiningu eru þekktar um 2000 mismunandi steindir, en aðeins 9 þeirra mynda að magni um 95% allra steinda í yfirborðsbergi jarðar
Term
Bergtegundir
Definition
gerðar úr einni steind eða fleirum.
Term
Storkuberg
Definition
Myndast við storknun bergkviku sem ættuð er úr iðrum jarðar og er algengasta bergtegundin í jarðskorpunni, einkum á hafsbotninum þar sem stöðugt streymir upp kvika á flekaskilum
Term
Setberg og myndbreytt berg
Definition
myndast síðan á seinni stigm. Berg á yfirborði grotnar eða molnar smám saman niður, (Veðrun) Mylsnan safnast svo saman einkum í lygnu vatni eða só, með tímanum getur það síðan harnað og orðið að bergi
Term
Veðrun
Definition
molnun og grotnun bergs fyrir áhrif efna. Í mörgum tilvikum kemur vatn við sögu bæði með efnavirkni og einnig vegna útþensæu þegar það frýs. einnig valda hitabreytingar veðrun
Term
Rof
Definition
flutningur á efni frá einum stað til annars, í flestum tilvikum vegna þyngdarkrafts og hringrás vatns
Term
setmyndun
Definition
efnið hleðst upp þar sem að roföflin missa mátt sinn um lengri eða skemmri tíma. með tímanum breytist bergið í set berg
Term
innræn öfl
Definition
Annars vegar eru það innrænu öflin sem eiga upptök sín í iðrum jarðar og orsakast af hitanum sem þar ríkir. Þessi hiti stafar hann af klofnun geisla-virkra efna. Þessi öfl birtast m.a. í eldgosum og jarðskjálftum og eiga það sammerkt að byggja upp meginlandskjarnana.
Term
útræn öfl
Definition
Hins vegar eru það útrænu öflin. Aflvaki þeirra er orka sólarinnar (sól-geislun). Þeim er það sameiginlegt að brjóta niður meginlandskjarnana og flytja allt efni niður fyrir sjávarmál.
Term
flekarek
Definition
Rek jarðskorpuflekanna veldur síðan því að efni er á stöðugri hringrás sem á sinn þátt í framgangi lífsins hér á jörðu.
Term
bólstraberg
Definition
Við gos undir miklum vatns-þrýstingi nær kvikan ekki að tætast í sundur heldur hleypur í hnöttótta hnykla eða bólstra sem klessast saman og mynda bólstra-berg. Þetta er því mjög algengt berg á hafsbotninum
Term
efnaset
Definition
Efnaset hér á landi er einkum mýrarrauði og útfellingar á háhitasvæðum s.s. kísilhrúður, kalkhrúður og brennisteinn.
Term
lífrænt set
Definition
Lífrænt set verður einnig til þar sem lífrænar leifar úr kolefnasambönum safnast saman og ná ekki að rotna vegna skorts súrefni. Þetta gerist einkum í votlendi. Við það hlaðast upp þykk lög af lífrænum leifum (mó) sem með vaxandi fargi breytast í kol. Ákveðnar aðstæður geta einnig leitt til myndunar olíu.
Term
Hagnýt efni
Definition
öll lífvana efni sem að finnast í jarðlögum og eru okkur til gagns eða gamans
Term
4 flokkar hagnýtra efna
Definition
1.lífefni - Grunnvatn og jarðvegur
2. orkugefandi efni - eldsneyti(olía, bensín, kol)
3.iðnaðarefni - t.d. efni í lyf eða önnur efni
4.byggingarefni - möl, sandur, leir o.fl.
Term
Gull
Definition
Stærstur hluti gulls (80%) er upprunnin úr bergi
frá upphafsöld,

að finnst aðallega í ám framan við bergganga, í holum á árbotninum, innan á árbugðum eða neðan við ármót.
Supporting users have an ad free experience!